Erlent

Jill Biden með Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Jill Biden er í hér í forgrunni. Fyrir aftan hana er Joe Biden, forseti, og Beau Biden, barnabarn þeirra.
Jill Biden er í hér í forgrunni. Fyrir aftan hana er Joe Biden, forseti, og Beau Biden, barnabarn þeirra. AP/Manuel Balce Ceneta

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Forsetahjónin hafa verið í fríi í Suður-Karólínu og byrjaði Biden að sýna einkenni á gær. Hún hefur tekið lyfið Paxolivd og verður í einangrun í sumarhúsi þeirra hjóna í minnst fimm daga.

Joe Biden, forseti, reyndist ekki smitaður í morgun en hann ætlar að bera grímu innandyra næstu tíu daga. Hún er 71 árs gömul og hann er 79 ára.

Forsetinn fékk sjálfur Covid nýverið en eftir að hann jafnaði sig greindist hann aftur smitaður þann 7. Ágúst.


Tengdar fréttir

Biden búinn að losna við Covid, aftur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.