Innlent

„Maður þarf bara að fara að horfa eftir öðrum bíl“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn þeirra bíla sem krömdust í gærkvöldi. Eigandi bílsins virðist taka óhappinu með miklu jafnaðargeði.
Einn þeirra bíla sem krömdust í gærkvöldi. Eigandi bílsins virðist taka óhappinu með miklu jafnaðargeði. Þóra Gísladóttir

Eigandi annars bílsins sem kramdist í Herjólfi í gærkvöldi segist hlakka til að heyra í tryggingarfélagi Herjólfs svo að hægt sé að klára málið. Hann reiknar með að þurfa að horfa eftir öðrum bíl.

Greint var frá því í dag að tveir bílar hefði skemmst í gærkvöldi um borð í Herjólfi. Atvikið átti sér stað þegar skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn.

Svo virðist sem að mistök hafi orðið til þess að lyfta á bíldekki skipsins var ræst með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust.

Myndir hafa birst í fjölmiðlum af öðrum bílnum, nýlegum Hyundai Kona, sem varð fyrir töluverðum skemmdum.

„Ég er með Hyundai Konuna, klessuna,“ segir Þorvaldur Hafdal Jónsson, eigandi bílsins í samtali við Vísi, aðspurður um hvort hann sé eigandi bílsins sem myndir hafa birst í fjölmiðlum af.

Hann virðist þó taka atvikinu af miklu jafnaðargeði. Ef til vill kemur ekki á óvart að hann reiknar með að þurfa að fjárfesta í öðrum bíl.

„Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar. Svona hlutir bara gerast og það þýðir ekkert að vera sár yfir því. Maður þarf bara að fara að horfa eftir öðrum bíl,“ segir Þorvaldur.

Hann reiknar með að tryggingar Herjólfs muni bæta tjónið.

„Maður bíður spenntur eftir að heyra í tryggingunum og geta klárað þetta.“


Tengdar fréttir

Bíla­lyfta Herjólfs kramdi tvö öku­tæki

Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjarhöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×