Einvalalið borðtennisleikara náði mögnuðu skoti í bjórtennis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 14:41 Tómas Ingi Shelton og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson bregðast við skoti Péturs Gunnarssonar sem keppti ásamt bróður sínum Skúla og sigruðu beerpong-keppnina. Þorkell Máni Þorkelsson festi myndbandið á filmu. Skjáskot/Þorkell Máni Þorkelsson Einvalalið borðtennisleikara náði ótrúlegu skoti í bjórtennis í gærkvöldi í kveðjupartýi ríkjandi Íslandsmeistara. „Ég var að lenda í ótrúlegasta beerpong mómenti sögunnar,“ skrifar Pétur Marteinn Urbancic sem birti myndbandið. Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum. Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum.
Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira