Sport

Sló 13 ára gamalt heimsmet

Atli Arason skrifar
David Popovici er nýr heimsmethafi í skriðsundi.
David Popovici er nýr heimsmethafi í skriðsundi. Getty Images

Hinn 17 ára gamli David Popovici frá Rúmeníu varð í gær yngsti maðurinn til að slá heimsmet í 100 metra skriðsundi. Heimsmetið setti hann á Evrópumótinu í Róm.

Popovici synti metrana 100 á 49,86 sekúndum sem er fimm hundraðshlutum úr sekúndu hraðara en fyrra heimsmetið sem César Cielo hefur átt síðustu 13 ár. Cielo synti á 46,91 sekúndum í sömu laug í Róm þann 30. júlí 2009.

„Ég var ekki að flýta mér og ég þurfti að vera rólegur varðandi heimsmetið,“ sagði Popovici eftir sundið áður en hann bætti við. 

„Þetta hefur verið sársaukafullt en þetta er samt alltaf þess virði. Mér líður frábærlega núna og það er mjög sérstakt fyrir mig að ná að slá þetta met.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×