Erlent

Börn tróðust undir er eldur kom upp í kirkju

Samúel Karl Ólason skrifar
Fire at Coptic church in Egypt
Getty/Mahmoud El-Khawas

Minnst 41 lét lífið og fjórtán eru slasaðir eftir að eldur kom upp í kirkju nærri Kaíró í Egyptalandi í morgun. Eldsupptök eru ekki ljós en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og borist hratt um kirkjuna.

AP fréttaveitan segir Abdel Fattah el-Sissi, forseta, hafa rætt við yfirmann egypsku kirkjunnar og vottað honum samúð sína. Forsetinn segist hafa skipað stofnunum að bregðast hratt og örugglega við eldsvoðanum og áhrifum hans.

Heimildarmenn Reuters segja að eldurinn hafi kviknað við einn af inngöngum kirkjunnar Fimm þúsund manns eru sögð hafa verið í kirkjunni og er mikið óðagot sagt hafa myndast. Flestir hinna látnu eru sögð vera börn sem tróðust undir í kirkjunni.

Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við mann sem var í kirkjunni. Hann sagði óðagot hafa myndast þegar fólk á efri hæðum kirkjunnar varð vart við reyk. Mikill troðningur hafi myndast í stigum milli hæða.

Um tíu prósent af um níutíu milljón Egyptum eru kristnir og hafa þau lengi kvartað undan fordómum og mismunun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.