Erlent

Gögnin inni­héldu upp­lýsingar um for­seta Frakk­lands

Bjarki Sigurðsson skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur beðið um að heimildin verði gerð opinber.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur beðið um að heimildin verði gerð opinber. AP/John Locher

Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld.

Trump greindi sjálfur frá húsleit alríkislögreglunnar í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, á mánudagskvöld. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesti síðan í gær að hann hafi persónulega gefið heimild fyrir leitinni.

Í dag greindi Washington Post frá því að í leitinni hafi lögreglumennirnir meðal annars verið að leita að trúnaðargögnum er vörðuðu kjarnorkuvopn. Þó er ekki búið að staðfesta það en dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að fá að opinbera leitarheimildina. Trump sjálfur hefur einnig óskað eftir því.

Wall Street Journal greinir nú frá því að meðal þeirra gagna sem voru fjarlægð voru upplýsingar um forseta Frakklands, Emmanuel Macron, en ekki er vitað hvaða upplýsingar það eru.

Þá eru meðal gagna fjögur sett af gögnum merkt „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda, þrjú sett af öðrum leynilegum gögnum og þrjú önnur sett af gögnum merkt „trúnaðarmál“.

Trump segir að öll þessi gögn hafi verið geymd á öruggum stað og að það hafi verið búið að opinbera þau þegar hann tók þau heim til sín. Hann hefði verið til í að afhenda gögnin þrátt fyrir að engin leitarheimild væri fyrir hendi.


Tengdar fréttir

Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump

Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024.

Trump ber vitni í New York

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin.

Neitaði að svara spurningunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×