Fótbolti

Íslendingalið Kristianstad vann sinn áttunda sigur í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er að gera frábæra hluti með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir er að gera frábæra hluti með Kristianstad. Mynd/@_OBOSDamallsv

Íslendingalið Kristianstad, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur, vann sinn áttunda deildarsigur í röð er liðið tók á móti Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-0.

Amanda andradóttir hóf leik á varamannabekk Kristianstad, en hún kom inn á þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Emelía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins.

Eina mark leiksins skoraði Evelyne Viens á 54. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur Kristianstad. Liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, líkt og topplið Rosengård, sem þó hefur leikið tveimur leikjum minna.

Eins og áður segir var þetta áttundi deildarsigur Kristianstad í röð, en það þarf að fara alla leið aftur til 1. maí til að finna seinasta tap liðsins í öllum keppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.