AC Milan hóf titilvörninina vel

Theo Hernandez kom AC Milan á bragðið í leiknum með marki úr vítaspyrnu. 
Theo Hernandez kom AC Milan á bragðið í leiknum með marki úr vítaspyrnu.  Vísir/Getty

AC Milan fór með 4-2 sigur af hólmi í leiknum. Rodrigo Becao kom Udinese yfir eftir einungis tveggja mínútna leik en Theo Hernandez jafnaði metin úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar Ante Rebic náði forystunni fyrir AC Milan skömmu seinna. 

Adam Masina sá til þess að staðan var jöfn, 2-2, í hálfleik. Brahim Diaz endurheimti forskot heimamanna í upphafi seinni hálfleiks og Rebic innsiglaði svo sigur AC Milan með öðru marki sínu í leiknum um miðbik síðari hálfleiks. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.