Erlent

Á­rásar­gjarn höfrungur nartar í Japani

Bjarki Sigurðsson skrifar
Höfrungaárásir eru ekki algengar.
Höfrungaárásir eru ekki algengar. Getty

Höfrungur hefur bitið að minnsta kosti sex strandgesti í Japan en í gær þurfti að flytja eitt fórnarlamba hans á spítala vegna sára sinna. Yfirvöld hafa sett upp tæki og tól til að reyna að komast hjá árásunum.

Höfrungaárásir eru ekki algengar en þekkjast þó. Það gerist þó enn sjaldnar að sami höfrungurinn beri ábyrgð á sex árásum. Umræddur höfrungur er tíður gestur á Koshino-ströndinni nærri borginni Fukui í Japan en í gær beit hann tvo einstaklinga sem voru að njóta í sjónum við ströndina.

Yfirvöld í Japan hafa brugðist við árásunum með því að setja upp skynjara á ströndinni sem skynja úthljóðsbylgjur en vonast er eftir því að hægt sé að koma fólki úr vatninu þegar höfrungurinn mætir á svæðið.

Samkvæmt BBC er ekki vitað af hvaða tegund umræddur höfrungur er en höfrungar í Japan eru að verða meira og meira vanir því að manneskjur séu í sjónum og því eru heimsóknir þeirra á strendur að verða algengari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.