Sport

Anton Sveinn situr hjá í fyrstu grein vegna veikindanna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Anton Sveinn sleppir 100 metra sundinu á morgun.
Anton Sveinn sleppir 100 metra sundinu á morgun. Sundsamband Íslands

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee mun ekki keppa í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi. Hann er að jafna sig eftir veikindi og ætlar að hvíla fyrir 200 metrana um helgina.

Anton Sveinn fékk svæsna matareitrun, rétt eins og kærasta sín, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, sem fór illa með þau bæði. Edda lenti verr í eitruninni en hún var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús.

Anton hefur hafið æfingar að nýju en hann greindi frá því við Vísi í vikunni að það væri mögulegt að hann myndi sleppa fyrri grein Evrópumótsins og einblína alfarið á þá seinni vegna veikindanna.

Hann hefur nú staðfest við mbl.is að svo sé. Hann átti að dýfa sér til sunds í 100 metrunum á morgun en mun þess í stað æfa fyrir 200 metra bringusundið, sem er jafnan hans besta grein, sem er á laugardaginn kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.