„Sumarið fjarri því búið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 20:29 Siggi stormur segir að sumarið sé fjarri því að vera búið og að í ágúst megi búast við sumarhita. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að júní og júlí hafi verið blautir mánuðir og skrölt undir meðallagi. Hins vegar segir hann að sumarið sé fjarri því að vera búið þegar ágústmánuður sé skoðaður, á norður- og norðausturlandi komi kaflar með „yndislegu veðri og sumri og sól.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan. Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan.
Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40
Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09