Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 11:31 Nneka Ogwumike þurfti ásamt liðsfélögum sínum í Los Angeles Sparks að gista á flugvelli eftir leik á sunnudagskvöld. Meg Oliphant/Getty Images Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina. NBA Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina.
NBA Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira