Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 11:31 Nneka Ogwumike þurfti ásamt liðsfélögum sínum í Los Angeles Sparks að gista á flugvelli eftir leik á sunnudagskvöld. Meg Oliphant/Getty Images Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina. NBA Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina.
NBA Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira