Fótbolti

Victor ekki með þegar Rooney vann dramatískan sigur í frumraun sinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Draumabyrjun!
Draumabyrjun! vísir/Getty

Wayne Rooney þreytti frumraun sína sem stjóri DC United í bandarísku MLS deildinni í kvöld.

Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United en hann þekkir til hjá félaginu eftir að hafa leikið með því frá 2018-2020.

Í kvöld tók liðið á móti Orlando City og það blés ekki byrlega fyrir lærisveinum Rooney því gestirnir frá Orlando tóku forystuna strax á níundu mínútu.

Gestunum hélst vel á forystunni en heimamenn gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana og náðu að nýta uppbótartímann til að snúa leiknum sér í vil því Chris Durkin jafnaði metin á 91.mínútu og Taxiarchis Fountas tryggði magnaðan endurkomusigur DC United með marki á 95.mínútu.

Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir DC United en hann var ekki með í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.