Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United en hann þekkir til hjá félaginu eftir að hafa leikið með því frá 2018-2020.
Í kvöld tók liðið á móti Orlando City og það blés ekki byrlega fyrir lærisveinum Rooney því gestirnir frá Orlando tóku forystuna strax á níundu mínútu.
Gestunum hélst vel á forystunni en heimamenn gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana og náðu að nýta uppbótartímann til að snúa leiknum sér í vil því Chris Durkin jafnaði metin á 91.mínútu og Taxiarchis Fountas tryggði magnaðan endurkomusigur DC United með marki á 95.mínútu.
Who else but @T_Fountas!?
— D.C. United (@dcunited) July 31, 2022
3 points pic.twitter.com/3iloR3wbo6
Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir DC United en hann var ekki með í kvöld.