Erlent

Vann rúman milljarð Bandaríkjadala í lottói

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mega Millions vinningurinn sem var dreginn út á föstudag var sá þriðji stærsti í sögur Bandaríkjanna.
Mega Millions vinningurinn sem var dreginn út á föstudag var sá þriðji stærsti í sögur Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer

Stakur lottómiði fékk allan vinninginn, 1,337 milljarð Bandaríkjadala, í lottóinu Mega Millions í Bandaríkjunum á föstudag. Miðinn var keyptur á bensínstöð í úthverfi Chicago og fær eigandi hans stóra vinninginn sem er sá þriðji stærsti í sögu Bandaríkjanna.

Vinningurinn var svo stór af því að frá 15. apríl var búið að draga 29 sinnum úr lottóinu í röð án vinnings. Líkurnar á því að vinna stóra vinninginn eru einn á móti 302 milljónum svo heppnin var greinilega með vinningshafanum í liði.

Vinningurinn sem starfsmenn lottósins segja vera 1,337 milljarð Bandaríkja er einungis svo stór ef vinningshafinn velur að fá hann greiddan út í hlutagreiðslum yfir næstu 29 ár. Velji viðkomandi að fá vinninginn í einu lagi fær hann einungis um 780 milljónir Bandaríkjadala.

Miðinn var keyptur á Speedway bensínstöð í Des Plaines í Illinois og voru vinningstölurnar 13-36-45-57-67 og megaboltinn 14. Vinningshafinn hefur hins vegar ekki enn gefið sig fram samkvæmt forsvarsmönnum lottósins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×