Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. júlí 2022 19:07 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn. Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03
Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03
Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05
Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30