KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2025 21:00 Valur - Álftanes Bónus deild karla Haust 2025 vísir/Diego Erkifjendurnir í KR og Val mættust 8. umferð Bónus-deildar karla nú í kvöld. Leikið var í Frostaskjóli þar sem Valur fór með sigur af hólmi eftir spennandi leik. Lokatölur 89-99 fyrir Val. Það voru Valsmenn sem byrjuðu leikinn betur hér í kvöld og skoruðu fyrstu sex stig leiksins. KR tókst aftur á móti hægt og býtandi að vinna sig inn í leikinn með góðri spilamennsku sóknarlega þar sem Linards Jaunzems fór mikinn fyrir heimamenn. Staðan jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu annan leikhlutann vel en liðið virtist vera að finna rétta taktinn á meðan Valsarar voru í vandræðum sóknarlega. Þessi góði kafli KR varði þó aðeins í örskamma stund því um miðjan annan leikhlutann náði liðið tökum á leiknum og náði 17-5 kafla áður en flautað var til hálfleiks. Staðan þegar liðin héldu til búningsherbergja, 47-52 fyrir Val. KR byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði forystu snemma í honum en hún varði þó ekki lengi. Ólseigir Valsarar svöruðu strax og leiddu fyrir lokaleikhlutann en þó naumlega. Ég held nú að flestir hafi átt von á áframhaldandi spennu en svo varð raunin ekki. Friðrik Anton Jónsson setti niður þrist og minnkaði muninn niður í þrjú stig snemma í fjórða leikhlutanum en lengra komust KR-ingar ekki því eftir þetta tóku Valsmenn í raun öll völd á vellinum. Svo fór að lokum að Valur vann með tíu stigum, lokatölur úr Frostaskjóli 89-99 fyrir Val. Atvik leiksins Atvik leiksins er lokakarfan þegar Ladarien Griffin tróð boltanum eftir að Callum Lawson hafði sett hann í spjaldið. Aðdragandinn var heldur klaufalegur en þeir Aleksa og KJ skella saman fyrir utan og Griffin og Lawson þökkuðu pent eins og áður segir með þessari glæsilegu körfu. Stjörnur og skúrkar Hjá heimamönnum var það Linards Jaunzems sem var bestur en hann gerði 30 stig og reif niður sjö fráköst, virkilega flott frammistaða hjá Lettanum knáa. Fyrir Val voru það Kári Jónsson og Callum Lawson sem voru atkvæða mestir. Lawson var með 22 stig á meðan Kári var með 20 stig og 7 fráköst. Dómarinn Það getur verið vandasamt verk að dæma kappleik. Það voru vissulega nokkrir hnökrar í ákveðnum ákvörðunum hér í dag en það skal alveg vera á hreinu að þeir höfðu ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna hér í Frostaskjóli í kvöld og það verður bara að segjast að allt var upp á tíu varðandi umgjörðina hér í Vesturbænum. Það er alltaf ákveðin andi þegar þessi tvö lið mætast í hvaða kappleik sem er og það var engin undantekning á því hér í kvöld. Það verður svo líka að koma fram að þó svo að KR hafi tapað leiknum þá unnu þeir stúkuna, en það fást víst aðeins lárviðarstig fyrir það. Bónus-deild karla KR Valur
Erkifjendurnir í KR og Val mættust 8. umferð Bónus-deildar karla nú í kvöld. Leikið var í Frostaskjóli þar sem Valur fór með sigur af hólmi eftir spennandi leik. Lokatölur 89-99 fyrir Val. Það voru Valsmenn sem byrjuðu leikinn betur hér í kvöld og skoruðu fyrstu sex stig leiksins. KR tókst aftur á móti hægt og býtandi að vinna sig inn í leikinn með góðri spilamennsku sóknarlega þar sem Linards Jaunzems fór mikinn fyrir heimamenn. Staðan jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu annan leikhlutann vel en liðið virtist vera að finna rétta taktinn á meðan Valsarar voru í vandræðum sóknarlega. Þessi góði kafli KR varði þó aðeins í örskamma stund því um miðjan annan leikhlutann náði liðið tökum á leiknum og náði 17-5 kafla áður en flautað var til hálfleiks. Staðan þegar liðin héldu til búningsherbergja, 47-52 fyrir Val. KR byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði forystu snemma í honum en hún varði þó ekki lengi. Ólseigir Valsarar svöruðu strax og leiddu fyrir lokaleikhlutann en þó naumlega. Ég held nú að flestir hafi átt von á áframhaldandi spennu en svo varð raunin ekki. Friðrik Anton Jónsson setti niður þrist og minnkaði muninn niður í þrjú stig snemma í fjórða leikhlutanum en lengra komust KR-ingar ekki því eftir þetta tóku Valsmenn í raun öll völd á vellinum. Svo fór að lokum að Valur vann með tíu stigum, lokatölur úr Frostaskjóli 89-99 fyrir Val. Atvik leiksins Atvik leiksins er lokakarfan þegar Ladarien Griffin tróð boltanum eftir að Callum Lawson hafði sett hann í spjaldið. Aðdragandinn var heldur klaufalegur en þeir Aleksa og KJ skella saman fyrir utan og Griffin og Lawson þökkuðu pent eins og áður segir með þessari glæsilegu körfu. Stjörnur og skúrkar Hjá heimamönnum var það Linards Jaunzems sem var bestur en hann gerði 30 stig og reif niður sjö fráköst, virkilega flott frammistaða hjá Lettanum knáa. Fyrir Val voru það Kári Jónsson og Callum Lawson sem voru atkvæða mestir. Lawson var með 22 stig á meðan Kári var með 20 stig og 7 fráköst. Dómarinn Það getur verið vandasamt verk að dæma kappleik. Það voru vissulega nokkrir hnökrar í ákveðnum ákvörðunum hér í dag en það skal alveg vera á hreinu að þeir höfðu ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna hér í Frostaskjóli í kvöld og það verður bara að segjast að allt var upp á tíu varðandi umgjörðina hér í Vesturbænum. Það er alltaf ákveðin andi þegar þessi tvö lið mætast í hvaða kappleik sem er og það var engin undantekning á því hér í kvöld. Það verður svo líka að koma fram að þó svo að KR hafi tapað leiknum þá unnu þeir stúkuna, en það fást víst aðeins lárviðarstig fyrir það.