KR fær Val í heimsókn í nágrannaslag á Meistaravöllum en þetta er fyrsti leikur Valsliðsins eftir að Hlíðarendafélagið lét Heimi Guðjónsson taka pokann sinn og Ólafur Davíð Jóhannesson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18.45.
Skagamenn fá svo Fram í heimsókn en sá leikur verður í beinni á hliðarrás Bestu deildarinnar. Leikirnir verða svo gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport sem fer í loftið klukkan 21.15.