Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 21:12 Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga. Vísir Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira