Sport

Breiða­blik segir orða­val um­ræðu ekki endur­spegla fé­lagið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Í tilkynningu frá Breiðablik vegna málsins segir að knattspyrnudeildin harmi það orðaval sem fram komi í umræðunni og endurspegli það á engan hátt stefnur félagsins. Myndin tengist frétt ekki beint.
Í tilkynningu frá Breiðablik vegna málsins segir að knattspyrnudeildin harmi það orðaval sem fram komi í umræðunni og endurspegli það á engan hátt stefnur félagsins. Myndin tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Fyrr í kvöld sendi knattspyrnudeild Breiðabliks frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings um bréf þjálfara hjá félaginu vegna mætingu stúlkna á viðburði ReyCup. Deildin segist harma það orðaval sem fram komi í umræðunni.

Vísir greindi fyrr í kvöld frá umfjöllun Fréttablaðsins vegna bréfs sem þjálfarar stúlkna í fjórða flokki sendu til foreldra. Í bréfinu voru foreldrar hvattir til þess að að halda börnum sínum frá því að fara á ball og í sundlaugarpartý í tengslum við ReyCup.

Í tilkynningu frá Breiðablik vegna málsins segir að knattspyrnudeildin harmi það orðaval sem fram komi í umræðunni og endurspegli það á engan hátt stefnur félagsins.

„ Enn fremur skal tekið fram að knattspyrnudeild Breiðabliks bannar ekki iðkendum að sækja skemmtanir á annars glæsilegu knattspyrnumóti Þróttar, Rey Cup.

Hins vegar tíðkast sá siður að félagið bendi foreldrum sinna iðkenda á að börnin séu á ábyrgð foreldra sinna þegar slíkar skemmtanir eru sóttar,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna má sjá hér en hún er undirrituð af framkvæmdastjóra og deildarstjóra Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×