Drögin að breytingu reglugerðar um hvalveiðar birti Svandís í samráðsgátt stjórnvalda í morgun.vísir/vilhelm
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt.
Hvalveiðarnar hafa lengi verið gagnrýndar af ferðaþjónustunni á Íslandi og dýraverndarsamtökum, sem hafa meðal annars sakað hvalveiðimenn um að aflífa dýrin á ómannúðlegan hátt.
Með breytingunni verður skipstjóri hvalveiðiskipa að tilnefna dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn fyrir hvert skip. Sá þarf að bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðarnar. Hann mun þurfa að sækja námskeið sem samþykkt er af Matvælastofnun, halda skrá yfir allar aðgerðar við veiðarnar, mynda þær á myndbönd og skrá þær niður.
Þeim gögnum verður hann svo að koma til eftirlitsdýralæknis eftir hverja veiðiferð.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna.
Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati.
Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands.
Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.