Sport

Karl Friðleifur: Gott að halda hreinu á grasvelli

Andri Már Eggertsson skrifar
Karl Friðleifur Gunnarsson var ánægður með sigur kvöldsins
Karl Friðleifur Gunnarsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss á Jáverk-vellinum 0-6. Karl Friðleifur Gunnarsson, bakvörður Víkings, var ánægður með að vera kominn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

„Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur standa upp úr. Það er líka hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið góður þar sem við héldum hreinu á grasvelli. Við höfum verið slakir á grasi og mér fannst þessi leikur svara fyrir það,“ sagði Karl Friðleifur í samtali við Vísi eftir leik.

Karl Friðleifur var ánægður með sóknarleik Víkings sem skilaði sex mörkum.

„Við lögðum upp með að fá boltann á Ara [Sigurpálsson] þar sem við vissum að Gonzalo [Zamorano] myndi svindla og við gætum tvöfaldað á kantinum. Það er hægt að telja upp svo marga hluti mér fannst flest allt ganga upp.“

Karl Friðleifur var ánægður með hvernig Víkingar slökuðu ekki á tveimur mörkum yfir í hálfleik heldur gáfu meira í og skoruðu fjögur í síðari hálfleik.

„Við töluðum sérstaklega um að slaka ekki á í síðari hálfleik þar sem við höfum verið að gera það á tímabilinu. Við ætluðum bara að klára þennan leik sem við gerðum.“

Viktor Örlygur Andrason var í óvenjulegu hlutverki í fyrri hálfleik þar sem hann var í hafsent og var Karl Friðleifur ánægður með hafa hann hjá sér.

„Viktor er fótboltaheili og það er yndislegt að hafa hann þar sem hann getur spilað hvaða stöðu sem er á vellinum,“ sagði Karl Friðleifur Gunnarsson að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.