Erlent

Einn lést í hvirfil­byl í Hollandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nú er unnið að því að meta það tjón sem hvirfilbylurinn olli.
Nú er unnið að því að meta það tjón sem hvirfilbylurinn olli. EPA/Jeffrey Groeneweg

Einn einstaklingur lést í hvirfilbyl sem gekk yfir suðurhluta Hollands í dag. Að minnsta kosti tíu aðrir eru slasaðir.

Samkvæmt fréttaveitu Reuters lést maðurinn í bænum Zierikzee sem er sjötíu kílómetrum frá hafnarborginni Rotterdam. Hvirfilbyljir eru ekki algengir í Hollandi en eiga þó til að myndast á sumrin.

Jack van der Hoek, bæjarstjóri Zierikzee, mun halda blaðamannafund vegna andlátsins seinna í dag. Rétt rúmlega tíu þúsund manns búa í bænum sem er einungis þrír ferkílómetrar að stærð.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1992 sem einstaklingur í Hollandi lætur lífið vegna hvirfilbyls.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.