Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 10:00 Böðvar Guðjónsson hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar KR undanfarin ár. Stöð 2 „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira