„Ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 16:51 Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, segir framkvæmdastjóra hátíðarinnar hafa ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður. Aðsent Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið. Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“ Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“
Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25