Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:53 Verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira