Raðnauðgari dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:53 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni. Maðurinn er alls með fjóra dóma á bakinu fyrir nauðganir. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira