Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 23:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís. Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís.
Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira