Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2022 20:16 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53