„Þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:59 Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Vísir Tíu ára stúlka sem notast við hjólastól segir mikilvægt að fólk átti sig á þeim hindrunum sem fatlað fólk mæti í daglegu lífi. Bekkjarsystkini hennar taka nú þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu fólks fyrir veruleika fatlaðra barna. Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira