Innlent

Allt að 16 stiga hiti og frá­bært veður til úti­veru

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurstofan segir allt útlit fyrir gott útivistarveður á suðvesturhorninu.
Veðurstofan segir allt útlit fyrir gott útivistarveður á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð mjakast austur fyrir landið í dag og gengur því í norðan 5-13 metra á sekúndu með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi, auk Vestfjarða, en sunnan- og suðvestantil léttir til er líður á daginn.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að hlýtt verði í veðri sunnantil á landinu, allt að 16 stig. Að sama skapi kólnar fyrir norðan og hiti þar verður víða á bilinu 5 til 10 stig.

Á morgun má búast við svipuðu veðri og í dag og aðstæður því tilvaldar til útivistar á suðvesturhorninu nú um helgina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en síðdegisskúrir sunnantil. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Breytileg átt, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):

Norðvestlæg átt og væta og svalt norðantil, en bjart og milt að mestu syðra.

Á föstudag:

Útlit fyrir austanátt og rigningu um landið sunnanvert, en þurrt norðantil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.