Körfubolti

Stólarnir eiga miklu fleiri toppmenn í einvíginu til þessa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taiwo Badmus hefur verið frábær í allri úrslitakeppninni og er að skora 24,8 stig í leik í úrslitaeinvíginu.
Taiwo Badmus hefur verið frábær í allri úrslitakeppninni og er að skora 24,8 stig í leik í úrslitaeinvíginu. Vísir/Bára Dröfn

Tindastólsmenn og þá sérstaklega Taiwo Badmus eru mun oftar í efsta sætinu í tölfræðiþáttum lokaúrslitanna nú þegar aðeins oddaleikurinn er eftir.

Stólarnir eru í efsta sæti á öllum helstu tölfræðilistum nema þegar kemur að fráköstum og skotnýtingu þar sem Kristófer Acox heldur uppi nafni Valsmanna.

Taiwo Badmus hjá Tindastól hefur verið stjarna lokaúrslitanna til þessa en hann er bæði stigahæstur og sá sem hefur skilað hæsta framlagi til síns liðs. Badmus er líka efstur í þriggja stiga skotnýtingu, stolnum boltum og fengnum vítum.

Vandamálið með vítin er að Badmus er ekki að hitta vel úr þeim. Hann er nefnilega með betri þriggja stiga skotnýtingu (48,3%) heldur en vítanýtingu (47,8%) í úrslitaeinvíginu.

Pétur Rúnar Birgisson er efstur í stoðsendingum og stolnum boltum þar sem hann er jafn Badmus með níu slíka. Þrír þeirra komu í lokin á síðasta leik þar á meðal sá sem vann leikinn.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur varið flest skot ásamt Valsmanninum Jacob Calloway en báðir eru með fimm varin í fyrstu fjórum leikjunum.

Úrslitaleikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.15.

Hér fyrir neðan má sjá efstu menn í helstu tölfræðiþáttunum:

  • Hæsta framlag í leik
  • 1. Taiwo Badmus, Tindastóll 23,3
  • 2. Jacob Calloway, Val 20,3
  • 3. Kristófer Acox, Val 18,8
  • 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól 17,0
  • 5. Javon Bess Tindastól 15,5
  • -
  • Flest stig í leik
  • 1. Taiwo Badmus, Tindastól 24,8
  • 2. Jacob Calloway, Val 18,3
  • 3. Kári Jónsson, Val 16,5
  • 4. Javon Bess, Tindastól 14,5
  • 5. Callum Reese Lawson, Val 13,8
  • -
  • Flest fráköst í leik
  • 1. Kristófer Acox, Val 9,0
  • 2. Taiwo Badmus, Tindastól 8,3
  • 3. Jacob Calloway, Val 7,8
  • 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól 7,5
  • 5. Javon Bess, Tindastól 6,3
  • -
  • Flestar stoðsendingar í leik
  • 1. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól 6,3
  • 2. Pablo Bertone, Val 5,8
  • 3. Kári Jónsson, Val 4,8
  • 4. Javon Bess, Tindastól 4,5
  • 5. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastól 4,0
  • -
  • Flestir stolnir boltar
  • 1. Taiwo Badmus, Tindastól 9
  • 1. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól 9
  • 3. 5Kári Jónsson, Val 7
  • 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól 6
  • 4. Callum Lawson, Val 6
  • 4. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastól 6
  • 4. Pavel Ermolinskij, Val 6
  • -
  • Flest varin skot
  • 1. Jacob Calloway, Val 5
  • 1. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól 5
  • 3. Taiwo Badmus, Tindastól 4
  • 3. Javon Bess, Tindastól 4
  • 3. Hjálmar Stefánsson, Val 3
  • -
  • Flestar þriggja stiga körfur
  • 1. Taiwo Badmus, Tindastól 14
  • 2. Jacob Calloway, Val 10
  • 2. Javon Bess, Tindastóll 10
  • 4. Kári Jónsson, Val 9
  • 5. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll 7
  • 5. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll 7
  • -
  • Flest fengin víti
  • 1. Taiwo Badmus, Tindastól 23
  • 2. Callum Lawson, Val 20
  • 3. Kristófer Acox, Val 19
  • 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól 14
  • 4. Pablo Bertone, Val 14
  • -
  • Besta skotnýting í einvíginu:
  • 79,3% - Kristófer Acox, Val (23 af 29)
  • 62,5% - Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól (20 af 32)
  • 56,1% - Taiwo Badmus, Tindastól (37 af 66)
  • 52,8% - Jacob Calloway, Val (28 af 53)
  • 51,9% - Zoran Vrkic, Tindastól (14 af 27)
  • -
  • Besta þriggja stiga skotnýting í einvíginu:
  • 48,3% - Taiwo Badmus, Tindastól (14 af 29)
  • 41,7% - Jacob Calloway, Val (10 af 24)
  • 38,5% - Zoran Vrkic, Tindastól (5 af 13)
  • 31,8% - Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól (7 af 22)
  • 31,3% - Javon Bess, Tindastól (10 af 32)
  • 31,3% - Callum Lawson, Val (5 af 16)
  • -
  • Besta vítanýting í úrslitaeinvíginu:
  • 90,0% - Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastól (9 af 10)
  • 84,6% - Kári Jónsson, Val (11 af 13)
  • 83,3% - Zoran Vrkic, Tindastól (5 af 6)
  • 80,0% - Javon Bess, Tindastól (8 af 10)
  • 77,8% - Jacob Calloway, Val (7 af 9)
Javon Anthony Bess hjá Tindastól og Kristófer Acox hjá Val í baráttunni í einum leik liðanna í lokaúrslitunum.Vísir/Bára Dröfn
  • Toppmenn lokaúrslitanna:
  • Flestar mínútur: Callum Lawson, Val 147:39
  • Flest stig: Taiwo Badmus, Tindastól 99
  • Flest Fráköst: Kristófer Acox Val 36
  • Flest sóknarfráköst: Jacob Calloway og Kristófer Acox Val 11
  • Flestar stoðsendingar: Pétur Rúnar Birgisson Tindastóll 25
  • Flestir stolnir boltar: Pétur Rúnar Birgisson og Taiwo Badmus, Tindastól 9
  • Flest varin skot: Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastól og Jacob Calloway, Val 5
  • Flest stopp (stolnir+varin): Taiwo Badmus, Tindastól 13
  • Flestar þriggja stiga körfur: Taiwo Badmus, Tindastól 14
  • Flest fengin víti: Taiwo Badmus, Tindastól 23
  • Flest tekin skot: Taiwo Badmus, Tindastól 66
  • Flestar villur: Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastól 14
  • Flestir tapaðir boltar: Pablo Bertone, Val 19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×