Erlent

Handtóku þingmann sem er grunaður um nauðgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Breska þinghúsið í London.
Breska þinghúsið í London. Vísir/EPA

Breskan lögreglan handtók þingmann Íhaldsflokksins sem er grunaður um nauðgun og kynferðisofbeldi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þingmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur.

Lögreglan í London hefur staðfest að henni hafi borist kæra vegna kynferðisofbeldis sem þingmaðurinn á að hafa framið á tímabilinu 2002 til 2009. Hann er einnig sakaður um misferli í opinberu starfi og um að misnota sér aðstöðu sína. Rannsókn er sögð hafa staðið yfir í tvö ár.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingflokksformaður Íhaldsflokksins hafi beðið þingmanninn um að mæta ekki í þingið á meðan á rannsókn stendur.

Breska blaðið The Guardian bendir á að þingmaðurinn hafi verið handtekinn sama dag á dagsetning tveggja aukakosninga vegna afsagna þingmanna Íhaldsflokksins var ákveðin. Imran Ahmad Khan, fyrrverandi þingmaður Wakefield, var sakfelldur fyrir að misnota fimmtán ára dreng kynferðislega en Neil Parish, fyrrverandi þingmaður Tiverton, viðurkenndi að hafa horft á klám í neðri deild þingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×