„Ef City tapar skal ég fara að hugsa um fernuna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 09:57 Jürgen Klopp stappar stálinu í sína menn. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eiga enn möguleika á að vinna fernuna frægu eftir sigur liðsins gegn Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær. Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum