Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins Andri Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 08:31 Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leigumarkaður Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar