Sköpum pláss fyrir mannlíf Birkir Ingibjartsson skrifar 28. apríl 2022 18:00 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun