Aftur snúinn með útúrsnúning – Íhaldinu veitt aðhald Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2022 11:01 Það er ákveðin lenska hér á landi að véfengja ekki mikið það sem stjórnmálamenn segja. Það er þó aðeins að breytast. En oft á tíðum er nóg að fullyrða að hlutir séu á einn veginn og þá er það einfaldlega samþykkt, amk ekkert verið að reka annað framan í fólk. Ég gagnrýndi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Diljá Mist, í nýlegri grein því mér fannst hún vera að taka full djúpt í árina og setja fram ýmsar skoðanir sem staðreyndir. Þetta kallar Diljá útúrsnúninga, svo ég held það sé gott að ég geri betur grein fyrir hvað ég er að deila á. Áður en ég sný mér að upphaflegri grein Diljár þá ætla ég að taka undir seinni grein hennar að því leitinu að framleiðsla á vöru og þjónustu eru vissulega undirstaða lífskjara, og að gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar eru nauðsyn til þess að geta átt viðskipti við önnur lönd (það segir sig nokkurn veginn sjálft). En undirstaðan í hagkvæmri framleiðslu á vöru og þjónustu eru viðskipti og sérhæfing. Ofureinfaldað dæmi eru tveir einstaklingar sem hvor um sig eiga eitt ungabarn. Þeir geta annað hvort verið mikið heima að sjá um eigin börn og rétt náð að eiga í sig eða þá að annar sér um bæði börnin meðan hinn vinnur (t.d. við að fiska og selur fiskinn erlendis, skapar gjaldeyri). Þannig geta þeir aukið heildartekjur sínar samanlagt. Spurningin er svo hvor skapaði auknu tekjurnar? Það þurfti amk báða til. Svo hvor þeirra á að hafa hærri laun? Samfélagið okkar er stærri útgáfan af þessu að miklu leiti, þó það sé erfitt að festa krónutölu á mörg verk. Raunveruleikinn er svo að við fáum flest greidd út frá samningsstöðu og hversu vel við semjum, ekki mikilvægi starfsins í verðmætasköpun. Snúum okkur nú að fyrri grein Diljár, en þar segir meðal annars: „Á sama tíma hafa laun opinberra starfsmanna hækkað hraðar en laun á almennum markaði. Það viðhorf hefur verið ríkjandi lengst af að laun opinberra starfsmanna eigi að vera lægri en þau sem tíðkast á frjálsum markaði. Ástæðan er að opinberir starfsmenn hafa notið mun betri réttinda en annað vinnandi fólk.“ „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði. Hið opinbera má ekki yfirbjóða einkageirann á öllum sviðum. “ Þessi grein Þórðar Snæs hjá Kjarnanum fer yfir launahækkanir hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum á síðustu árum. Þar er vissulega tekið undir að laun hafa hækkað hraðar, aðallega í prósentum, hjá hinu opinbera. Eftir sem áður eru laun hjá hinu opinbera almennt talsvert lægri en á almenna markaðnum (munurinn er ca 15% eða meiri), sem er mun mikilvægara en hvað hækkanirnar hafa verið í sjálfu sér[1]. Á sama tíma hafa lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið skert, en til þess að það væri samþykkt var sett markmið að laun hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum væru orðin jöfn árið 2026. M.v. að á seinustu fimm árum (frá lokum 2016) hefur launamunurinn ekki minnkað nema um 0,4% er þó talsvert langt í land þar. Þessi greining fer talsvert gegn því að ríkið sé að yfirbjóða einkageirann, og í öllu falli er það óljóst hvort laun opinberra starfsmanna „eigi“ að vera lægri vegna góðra annarra réttinda eða einfaldlega því stéttarfélög og ríkið hafa samið illa fyrir þessa starfsmenn á árum áður. En á hverra ábyrgð er það að það sé eftirsóknarvert að starfa á almenna markaðnum? Á almenni markaðurinn alltaf að fá að stýra? Hvað ef stærri hlutur virðissköpunar almenna markaðsins lendir í vösum fjárfesta og stjórnenda en áður tíðkaðist[2], þannig að hlutur starfsmanna á plani stendur í stað eða rýrnar? Á það þá að vera nýja normið? Á ríkið að gúddera það í stað þess að láta græðgi fjárfesta bitna á þeim sjálfum þegar starfsmenn þeirra leita í betri laun? Vitanlega eiga stéttarfélög að leiða launabaráttuna, en ríkið á ekki bara að vera dyramotta fjármagnseigenda heldur. Að ógleymdu því að ef ríkið á að sinna störfum sínum vel, t.d. eftirlitshlutverkum með einkageiranum, þarf til þess hæft starfsfólk og til þess þarf laun við hæfi. Það sem ég tek úr grein Diljár er það sem ég les úr mörgum greinum Sjálfstæðismanna, Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og co. Tónninn er að almenni markaðurinn geri allt betur (þeir skapa allt virðið, það verður að selja bankana því það er bara betra) og það er ætlað almennum starfsmönnum og láglauna fólki ábyrgð sem þau vilja ekki gangast við sjálf (það er aldrei nógu gott í ári fyrir launahækkanir í kjarasamningum að ótöldum verðbólguáhyggjunum, en ég ætla samt að semja frjálst um mín eigin laun án þess að taka samfélagslega ábyrgð á mögulegum afleiðingum þess). Yfirleitt lyktar þetta allt af hálfsannleik, enda ætlað til þess að viðhalda ákveðnu ástandi og stefnu en ekki til þess að breiða út heilög sannindi. Aðeins í lokin varðandi Vilhjálm Birgisson og afhverju ég hef ekki gagnrýnt hann. Það er heilt á litið einfalt: Mér þykir hann tala fyrir verðugum málstað alla jafna og hann er ekki með jafn vafasamar fullyrðingar. Til að taka svo allan vafa af þá er ég ekki að reyna bauna sérstaklega á Diljá, ég passa mig að láta fjármálaráðherra, fyrrum dómsmálaráðherra, ríkisstjórnina (o.fl) almennt (auk hér , hér , hér , hér og hér) og fleiri heyra það líka[3]. Það er einfaldlega þannig að það á að veita stjórnmálamönnum aðhald með gagnrýni og það á ekki að leyfa hagsmuna samtökum eins og SA og Viðskiptaráði að stýra allri umræðu um efnahag og fjármál. Sjálfstæðisflokkurinn er svo sérlega oft í sigtinu enda stendur hann að gott sem öllum íslenskum spillingarmálum[4] með einu að öðru móti. Það er ekki útúrsnúningur að jánka ekki öllum fullyrðingum frá okkar æðstu ráðamönnum án spurninga, jafnvel þó það sé lenskan. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði, og notar gjarnan óformlega og mishnitna titla í skoðanapistlum. Ps. Þó ég hafi kallað viðhorfið einfeldningslegt þá tel ég ekki að Diljá sé einfeldningur. En ég held að raunveruleikinn hafi verið ofureinfaldaður til að selja ákveðna sögu. [1] T.d. er starf sem hækkar úr 500 þ.kr í 515 þ.kr áfram ákjósanlegra en starf sem hækkar úr 300 þ.kr í 350 þ.kr, þó að launahækkunin í krónum og prósentum hafi verið hærri í lægra launaða starfinu. Jafnvel ef hærra launaða starfið hefði hækkað í 550 þ.kr þá væri hægt að segja að lægra launaða starfið hafi fengið hærri launahækkun (%) þó að krónutölu hækkunin hafi verið sú sama og launabilið í krónum því það sama. Það er því auðséð að hækkunin segir ekki alla söguna. [2] Ég er ekki að fullyrða að svo sé á Íslandi, ég er að taka dæmi. Vissulega sýna tölur úr USA þó að auðæfin eru öll að sogast á toppinn, en ég hef ekki rýnt tölurnar næginlega hérlendis til að segja neitt um það að svo stöddu. [3] Þetta eru nokkur valin dæmi. Ég hef án nokkurs vafa sagt fleirum hug minn við fleiri tilefni en kemur fram í þessum greinum. [4] Ath að þessi listi er ekki tæmandi, en það bætir ekki tölfræði Sjálfstæðisflokksins þó hann yrði stækkaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er ákveðin lenska hér á landi að véfengja ekki mikið það sem stjórnmálamenn segja. Það er þó aðeins að breytast. En oft á tíðum er nóg að fullyrða að hlutir séu á einn veginn og þá er það einfaldlega samþykkt, amk ekkert verið að reka annað framan í fólk. Ég gagnrýndi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Diljá Mist, í nýlegri grein því mér fannst hún vera að taka full djúpt í árina og setja fram ýmsar skoðanir sem staðreyndir. Þetta kallar Diljá útúrsnúninga, svo ég held það sé gott að ég geri betur grein fyrir hvað ég er að deila á. Áður en ég sný mér að upphaflegri grein Diljár þá ætla ég að taka undir seinni grein hennar að því leitinu að framleiðsla á vöru og þjónustu eru vissulega undirstaða lífskjara, og að gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar eru nauðsyn til þess að geta átt viðskipti við önnur lönd (það segir sig nokkurn veginn sjálft). En undirstaðan í hagkvæmri framleiðslu á vöru og þjónustu eru viðskipti og sérhæfing. Ofureinfaldað dæmi eru tveir einstaklingar sem hvor um sig eiga eitt ungabarn. Þeir geta annað hvort verið mikið heima að sjá um eigin börn og rétt náð að eiga í sig eða þá að annar sér um bæði börnin meðan hinn vinnur (t.d. við að fiska og selur fiskinn erlendis, skapar gjaldeyri). Þannig geta þeir aukið heildartekjur sínar samanlagt. Spurningin er svo hvor skapaði auknu tekjurnar? Það þurfti amk báða til. Svo hvor þeirra á að hafa hærri laun? Samfélagið okkar er stærri útgáfan af þessu að miklu leiti, þó það sé erfitt að festa krónutölu á mörg verk. Raunveruleikinn er svo að við fáum flest greidd út frá samningsstöðu og hversu vel við semjum, ekki mikilvægi starfsins í verðmætasköpun. Snúum okkur nú að fyrri grein Diljár, en þar segir meðal annars: „Á sama tíma hafa laun opinberra starfsmanna hækkað hraðar en laun á almennum markaði. Það viðhorf hefur verið ríkjandi lengst af að laun opinberra starfsmanna eigi að vera lægri en þau sem tíðkast á frjálsum markaði. Ástæðan er að opinberir starfsmenn hafa notið mun betri réttinda en annað vinnandi fólk.“ „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði. Hið opinbera má ekki yfirbjóða einkageirann á öllum sviðum. “ Þessi grein Þórðar Snæs hjá Kjarnanum fer yfir launahækkanir hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum á síðustu árum. Þar er vissulega tekið undir að laun hafa hækkað hraðar, aðallega í prósentum, hjá hinu opinbera. Eftir sem áður eru laun hjá hinu opinbera almennt talsvert lægri en á almenna markaðnum (munurinn er ca 15% eða meiri), sem er mun mikilvægara en hvað hækkanirnar hafa verið í sjálfu sér[1]. Á sama tíma hafa lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið skert, en til þess að það væri samþykkt var sett markmið að laun hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum væru orðin jöfn árið 2026. M.v. að á seinustu fimm árum (frá lokum 2016) hefur launamunurinn ekki minnkað nema um 0,4% er þó talsvert langt í land þar. Þessi greining fer talsvert gegn því að ríkið sé að yfirbjóða einkageirann, og í öllu falli er það óljóst hvort laun opinberra starfsmanna „eigi“ að vera lægri vegna góðra annarra réttinda eða einfaldlega því stéttarfélög og ríkið hafa samið illa fyrir þessa starfsmenn á árum áður. En á hverra ábyrgð er það að það sé eftirsóknarvert að starfa á almenna markaðnum? Á almenni markaðurinn alltaf að fá að stýra? Hvað ef stærri hlutur virðissköpunar almenna markaðsins lendir í vösum fjárfesta og stjórnenda en áður tíðkaðist[2], þannig að hlutur starfsmanna á plani stendur í stað eða rýrnar? Á það þá að vera nýja normið? Á ríkið að gúddera það í stað þess að láta græðgi fjárfesta bitna á þeim sjálfum þegar starfsmenn þeirra leita í betri laun? Vitanlega eiga stéttarfélög að leiða launabaráttuna, en ríkið á ekki bara að vera dyramotta fjármagnseigenda heldur. Að ógleymdu því að ef ríkið á að sinna störfum sínum vel, t.d. eftirlitshlutverkum með einkageiranum, þarf til þess hæft starfsfólk og til þess þarf laun við hæfi. Það sem ég tek úr grein Diljár er það sem ég les úr mörgum greinum Sjálfstæðismanna, Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og co. Tónninn er að almenni markaðurinn geri allt betur (þeir skapa allt virðið, það verður að selja bankana því það er bara betra) og það er ætlað almennum starfsmönnum og láglauna fólki ábyrgð sem þau vilja ekki gangast við sjálf (það er aldrei nógu gott í ári fyrir launahækkanir í kjarasamningum að ótöldum verðbólguáhyggjunum, en ég ætla samt að semja frjálst um mín eigin laun án þess að taka samfélagslega ábyrgð á mögulegum afleiðingum þess). Yfirleitt lyktar þetta allt af hálfsannleik, enda ætlað til þess að viðhalda ákveðnu ástandi og stefnu en ekki til þess að breiða út heilög sannindi. Aðeins í lokin varðandi Vilhjálm Birgisson og afhverju ég hef ekki gagnrýnt hann. Það er heilt á litið einfalt: Mér þykir hann tala fyrir verðugum málstað alla jafna og hann er ekki með jafn vafasamar fullyrðingar. Til að taka svo allan vafa af þá er ég ekki að reyna bauna sérstaklega á Diljá, ég passa mig að láta fjármálaráðherra, fyrrum dómsmálaráðherra, ríkisstjórnina (o.fl) almennt (auk hér , hér , hér , hér og hér) og fleiri heyra það líka[3]. Það er einfaldlega þannig að það á að veita stjórnmálamönnum aðhald með gagnrýni og það á ekki að leyfa hagsmuna samtökum eins og SA og Viðskiptaráði að stýra allri umræðu um efnahag og fjármál. Sjálfstæðisflokkurinn er svo sérlega oft í sigtinu enda stendur hann að gott sem öllum íslenskum spillingarmálum[4] með einu að öðru móti. Það er ekki útúrsnúningur að jánka ekki öllum fullyrðingum frá okkar æðstu ráðamönnum án spurninga, jafnvel þó það sé lenskan. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði, og notar gjarnan óformlega og mishnitna titla í skoðanapistlum. Ps. Þó ég hafi kallað viðhorfið einfeldningslegt þá tel ég ekki að Diljá sé einfeldningur. En ég held að raunveruleikinn hafi verið ofureinfaldaður til að selja ákveðna sögu. [1] T.d. er starf sem hækkar úr 500 þ.kr í 515 þ.kr áfram ákjósanlegra en starf sem hækkar úr 300 þ.kr í 350 þ.kr, þó að launahækkunin í krónum og prósentum hafi verið hærri í lægra launaða starfinu. Jafnvel ef hærra launaða starfið hefði hækkað í 550 þ.kr þá væri hægt að segja að lægra launaða starfið hafi fengið hærri launahækkun (%) þó að krónutölu hækkunin hafi verið sú sama og launabilið í krónum því það sama. Það er því auðséð að hækkunin segir ekki alla söguna. [2] Ég er ekki að fullyrða að svo sé á Íslandi, ég er að taka dæmi. Vissulega sýna tölur úr USA þó að auðæfin eru öll að sogast á toppinn, en ég hef ekki rýnt tölurnar næginlega hérlendis til að segja neitt um það að svo stöddu. [3] Þetta eru nokkur valin dæmi. Ég hef án nokkurs vafa sagt fleirum hug minn við fleiri tilefni en kemur fram í þessum greinum. [4] Ath að þessi listi er ekki tæmandi, en það bætir ekki tölfræði Sjálfstæðisflokksins þó hann yrði stækkaður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun