Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. apríl 2022 07:00 Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun