Útúrsnúningar pírata afþakkaðir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00 Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun