Núna er rétti tíminn Natan Kolbeinsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Evrópusambandið Natan Kolbeinsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar