Núna er rétti tíminn Natan Kolbeinsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Evrópusambandið Natan Kolbeinsson Mest lesið Kæru kennarar Einar Þorsteinsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson Skoðun Ástarvika Vigdís Häsler Skoðun #TakkEinar Ólöf Elefsen Skoðun Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson Skoðun Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð Skoðun „Samt veikari en nokkrum sinnum fyrr‟ Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál sem geðheilbrigðismál Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hjálpartæki / heyrnartæki / samskiptastyrkur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Alþingiskosningar 2024, fer allt á versta eða besta veg? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ástarvika Vigdís Häsler skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson skrifar Skoðun Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun #TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar Skoðun „Samt veikari en nokkrum sinnum fyrr‟ Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ert þú engill? Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjóra Helga Þórormsdóttir skrifar Skoðun Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling skrifar Skoðun Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kerfisbreytingar í skólakerfinu: Velferð barna í fyrirrúmi Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar Sjá meira
Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun
Skoðun Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald Eiríkur Ingi Magnússon skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson skrifar
Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun