Þykir of hættulegur til að fá að losna gegn tryggingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 12:00 Cain Velasquez kom fyrir dómara í handjárnum. Hann verður í fangelsi fram að því að málið verður tekið fyrir og á líka á hættu að fá tuttugu ára fangelsisdóm. AP/Aric Crabb UFC goðsögnin Cain Velasquez þarf að dúsa í fangelsi fram að réttarhöldum sínum í apríl en hann er ákærður fyrir manndrápstilraun og fleiri glæpi eftir að hafa skotið úr byssu á bíl með þremur mönnum innanborðs Ástæðan fyrir árásinni var að í bílnum var barnaníðingur sem hafði áreitt unga stúlku í nærfjölskyldu Velasquez. Velasquez er margfaldur heimsmeistari hjá UFC og mikil goðsögn í blönduðum bardagaíþróttum. Dómari í Santa Clara sýslu í Kaliforníu var ekki tilbúinn að sættast á það að hleypa Velasquez út úr fangelsinu gegn tryggingu. Að hans mati er Velasquez of hættulegur til að vera fyrir utan fangelsismúranna. Velasquez kemur næst fyir dómara 12. apríl næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Það er ljóst að Velasquez tók lögin í sínar eigin hendur þegar hann frétti af barnaníðingurinn væri laus úr fangelsi. Dómarinn óttaðist það að honum væri ekki runinn reiðin enn. Velasquez elti uppi bílinn eftir hraðakstur í gegnum San Jose og keyrði síðan utan í hann til að stöðva hann. Þá tók hann upp byssu og lét skotunum dynja á bílnum. Umræddur barnaníðingur, Harry Eugene Goularte, hefur verið ákærður fyrir að áreita stúlku undir tíu ára aldri. Hann slapp aftur á móti alveg við skotin frá Velasquez. Það var hins vegar annar maður í bílnum sem fékk skot í sig en slasaðist ekki lífshættulega. Hinn 43 ára gamli barnaníðingur var látinn laus gegn tryggingu þrátt fyrir mótbærur saksóknara. Honum var skipað að vera í stofufangelsi og vera í að minnsta kosti 90 metra fjarlægð frá öllum börnum. Goularte hafði farið með umrædda stúlku inn á klósett á dagheimilinu samkvæmt upplýsingum ESPN. Barnið sagði líka að það hafði séð önnur börn fara með Goularte inn á klósettið. Goularte heldur fram sakleysi sínu og segist aðeins hafa verið að aðstoða barnið að laga fötin sín. Velasquez varð þungaviktarmeistari UFC í tvígang. Hann vann beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitil kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Tengdar fréttir UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. 3. mars 2022 13:00 Fyrrum UFC-meistari handtekinn fyrir að skjóta barnaníðing UFC-goðsögnin Cain Velasquez reyndi að taka lögin í sínar hendur þegar hann frétti af því að barnaníðingur hefði brotið á barni innan fjölskyldunnar. 2. mars 2022 12:31 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Ástæðan fyrir árásinni var að í bílnum var barnaníðingur sem hafði áreitt unga stúlku í nærfjölskyldu Velasquez. Velasquez er margfaldur heimsmeistari hjá UFC og mikil goðsögn í blönduðum bardagaíþróttum. Dómari í Santa Clara sýslu í Kaliforníu var ekki tilbúinn að sættast á það að hleypa Velasquez út úr fangelsinu gegn tryggingu. Að hans mati er Velasquez of hættulegur til að vera fyrir utan fangelsismúranna. Velasquez kemur næst fyir dómara 12. apríl næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Það er ljóst að Velasquez tók lögin í sínar eigin hendur þegar hann frétti af barnaníðingurinn væri laus úr fangelsi. Dómarinn óttaðist það að honum væri ekki runinn reiðin enn. Velasquez elti uppi bílinn eftir hraðakstur í gegnum San Jose og keyrði síðan utan í hann til að stöðva hann. Þá tók hann upp byssu og lét skotunum dynja á bílnum. Umræddur barnaníðingur, Harry Eugene Goularte, hefur verið ákærður fyrir að áreita stúlku undir tíu ára aldri. Hann slapp aftur á móti alveg við skotin frá Velasquez. Það var hins vegar annar maður í bílnum sem fékk skot í sig en slasaðist ekki lífshættulega. Hinn 43 ára gamli barnaníðingur var látinn laus gegn tryggingu þrátt fyrir mótbærur saksóknara. Honum var skipað að vera í stofufangelsi og vera í að minnsta kosti 90 metra fjarlægð frá öllum börnum. Goularte hafði farið með umrædda stúlku inn á klósett á dagheimilinu samkvæmt upplýsingum ESPN. Barnið sagði líka að það hafði séð önnur börn fara með Goularte inn á klósettið. Goularte heldur fram sakleysi sínu og segist aðeins hafa verið að aðstoða barnið að laga fötin sín. Velasquez varð þungaviktarmeistari UFC í tvígang. Hann vann beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitil kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Tengdar fréttir UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. 3. mars 2022 13:00 Fyrrum UFC-meistari handtekinn fyrir að skjóta barnaníðing UFC-goðsögnin Cain Velasquez reyndi að taka lögin í sínar hendur þegar hann frétti af því að barnaníðingur hefði brotið á barni innan fjölskyldunnar. 2. mars 2022 12:31 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. 3. mars 2022 13:00
Fyrrum UFC-meistari handtekinn fyrir að skjóta barnaníðing UFC-goðsögnin Cain Velasquez reyndi að taka lögin í sínar hendur þegar hann frétti af því að barnaníðingur hefði brotið á barni innan fjölskyldunnar. 2. mars 2022 12:31