Sport

Bardagi Gunnars í óvissu vegna meiðsla andstæðings

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
UFC Fight Night: Nelson v Burns COPENHAGEN, DENMARK - SEPTEMBER 28: Gunnar Nelson of Iceland stands in his corner prior to his welterweight bout against Gilbert Burns of Brazil during the UFC Fight Night event at Royal Arena on September 28, 2019 in Copenhagen, Denmark. (Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC/Zuffa LLC via Getty Images)
UFC Fight Night: Nelson v Burns COPENHAGEN, DENMARK - SEPTEMBER 28: Gunnar Nelson of Iceland stands in his corner prior to his welterweight bout against Gilbert Burns of Brazil during the UFC Fight Night event at Royal Arena on September 28, 2019 in Copenhagen, Denmark. (Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC/Zuffa LLC via Getty Images)

Gunnar Nelson átti að berjast við Claudio Silva þann 19. mars í London en þá fer fram bardagakvöld UFC í borginni. Þessi áform eru nú í uppnámi eftir að Silva meiddist. dauðaleit fer nú fram eftir nýjum andstæðing fyrir Gunnar.

Gunnar, sem hefur ekki barist í UFC síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði fyrir Gilbert Burns á dómaraákvörðun ætlar að stíga aftur inn í hringinn í London þrátt fyrir þetta bakslag. Samkvæmt skrifum föður Gunnars, Haraldar Dean Nelson á Facebook fer nú fram leit að nýjum andstæðingi en einungis tvær vikur eru til stefnu.

Samkvæmt frétt mmafrettir.is gengur leitin þrátt fyrir allt vel og því ættu þeir Íslendingar, sem eiga miða á bardagann, en þeir eru þónokkrir, ekki að örvænta en líklegt þykir að nýr andstæðingur verði tilkynntur í komandi viku.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×