Patrekur: Eigum mikið inni Andri Már Eggertsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Patrekur var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst fyrri hálfleikur bara allt í lagi, þetta var ekki merkilegur handbolti og við vorum stundum klaufar en vorum aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var Valur einfaldlega betri aðilinn.“ „Mér finnst við eiga svolítið í land, ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Patrekur sem hefur áhyggjur eftir að hafa ekki unnið leik síðan í desember. Patrekur þurfti að taka leikhlé snemma í fyrri hálfleik og síðari hálfleik vegna þess að það vantaði upp á spilamennsku Stjörnunnar. „Skotin okkar fyrir utan voru ekki nægilega góð. Ég er ekki ánægður með hvernig við höfum spilað í febrúar. Við erum með átján stig og eru það bara stig sem við söfnuðum fyrir áramót. Það er fullt af stigum eftir í pottinum og við einfaldlega verðum að gefa í.“ Stjarnan hefur ekki unnið leik á árinu 2022 og hefur Patrekur miklar áhyggjur á spilamennsku liðsins. „Auðvitað spilar andlega hliðin inn í þegar úrslitin falla ekki með okkur. Við fórum á taugum gegn Selfossi og KA en í kvöld fórum við ekki á taugum það vantaði bara meiri gæði og ferskleika.“ „Það getur vel verið að við séum að missa af heimavallarétti í úrslitakeppninni en það skiptir ekki öllu máli þar sem öll lið sem komast í úrslitakeppnina geta orðið Íslandsmeistarar, við verðum bara að komast þangað.“ Patrekur sagði að lokum að hann taki ábyrgðina á sig en hann veit að það eru margir í hans liði sem eiga mikið inni. Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur bara allt í lagi, þetta var ekki merkilegur handbolti og við vorum stundum klaufar en vorum aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var Valur einfaldlega betri aðilinn.“ „Mér finnst við eiga svolítið í land, ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Patrekur sem hefur áhyggjur eftir að hafa ekki unnið leik síðan í desember. Patrekur þurfti að taka leikhlé snemma í fyrri hálfleik og síðari hálfleik vegna þess að það vantaði upp á spilamennsku Stjörnunnar. „Skotin okkar fyrir utan voru ekki nægilega góð. Ég er ekki ánægður með hvernig við höfum spilað í febrúar. Við erum með átján stig og eru það bara stig sem við söfnuðum fyrir áramót. Það er fullt af stigum eftir í pottinum og við einfaldlega verðum að gefa í.“ Stjarnan hefur ekki unnið leik á árinu 2022 og hefur Patrekur miklar áhyggjur á spilamennsku liðsins. „Auðvitað spilar andlega hliðin inn í þegar úrslitin falla ekki með okkur. Við fórum á taugum gegn Selfossi og KA en í kvöld fórum við ekki á taugum það vantaði bara meiri gæði og ferskleika.“ „Það getur vel verið að við séum að missa af heimavallarétti í úrslitakeppninni en það skiptir ekki öllu máli þar sem öll lið sem komast í úrslitakeppnina geta orðið Íslandsmeistarar, við verðum bara að komast þangað.“ Patrekur sagði að lokum að hann taki ábyrgðina á sig en hann veit að það eru margir í hans liði sem eiga mikið inni.
Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira