Innlent

Fyrsta and­lát vegna Co­vid á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Níu liggja inni á sjúkrahúsinu með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu.
Níu liggja inni á sjúkrahúsinu með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. vísir/pjetur

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

Þetta er fyrsta andlátið á sjúkrahúsinu vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu. 

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir ástandið á sjúkrahúsinu þungt. 60 starfsmenn eru nú í einangrun og níu sjúklingar í einangrun. 

Sigurður segir að oft sé erfitt að slá því föstu hvort háaldraðir einstaklingar eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma beinlínis látist vegna Covid-19. Hann segir þó að í þessu tilviki hafi allt bent til þess að sýkingin hafi verið meðverkandi orsök andlátsins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.