Beið alla Ólympíuleikana eftir því að fá að keppa en villtist síðan í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Sophia Laukli var skiljanlega mjög svekkt að hafa gert þessi mistök. Getty/Patrick Smith Eina grein bandarísku skíðagöngukonunnar Sophia Laukli var ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Eftir að hafa beðið alla leikana eftir því að fá að keppa þá er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi gengið eins og í sögu. Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira