Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 11:17 Myndin er frá Vatnajökli en tengist ekki leitinni í dag með beinum hætti. vísir/Vilhelm Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. „Björgunarsveitir allt frá höfuðborgarsvæðinu til Austfjarða voru boðaðar í ljósi þess hvaðan neyðarboðin koma. Útkallið barst á fjórða tímanum í nótt. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar, mikil veðurhæð og mjög takmarkað skyggni á köflum.,“ segir í tilkynningunni. Enn sé unnið að því að komast á staðinn þaðan sem neyðarsendingin kom. Vonir standi til að það takist á næstu klukkutímum. Fjöldinn allur af sérhæfðum tækjum og sjálfboðaliðum sækir því á jökulinn úr öllum áttum á vélsleðum, breyttum jeppum og snjóbílum. Svæðisstjórnir á svæði 1-13-15 skipuleggja aðgerðir björgunarsveita. Unnið er út frá staðsetningu sendingar neyðarsendis og ferðaáætlunnar sem skráð var hjá Safetravel. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir að um sé að ræða einn eða tvo einstaklinga, að öllum líkindum séu þeir tveir. Merkið hafi komið frá Garmin inReach tæki sem svipi til GPS senda. Það sé notað til að fylgjast með ferðalögum fjallafólks á leið á hæstu tinda heimsins. Það bendi meðal annars til þess að um vant fjallafólk sé að ræða fyrir utan þá staðreynd að fáir aðrir ættu erindi á jökulinn á þessum tíma árs. Karen Ósk segist ekki hafa upplýsingar um ferðalag viðkomandi, hvort um sé að ræða gönguskíðaferð eða annað. Karen bindur vonir við að hægt verði að ná til þeirra sem eru í vanda eftir nokkrar klukkustundir. Björgunarsveitir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
„Björgunarsveitir allt frá höfuðborgarsvæðinu til Austfjarða voru boðaðar í ljósi þess hvaðan neyðarboðin koma. Útkallið barst á fjórða tímanum í nótt. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar, mikil veðurhæð og mjög takmarkað skyggni á köflum.,“ segir í tilkynningunni. Enn sé unnið að því að komast á staðinn þaðan sem neyðarsendingin kom. Vonir standi til að það takist á næstu klukkutímum. Fjöldinn allur af sérhæfðum tækjum og sjálfboðaliðum sækir því á jökulinn úr öllum áttum á vélsleðum, breyttum jeppum og snjóbílum. Svæðisstjórnir á svæði 1-13-15 skipuleggja aðgerðir björgunarsveita. Unnið er út frá staðsetningu sendingar neyðarsendis og ferðaáætlunnar sem skráð var hjá Safetravel. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir að um sé að ræða einn eða tvo einstaklinga, að öllum líkindum séu þeir tveir. Merkið hafi komið frá Garmin inReach tæki sem svipi til GPS senda. Það sé notað til að fylgjast með ferðalögum fjallafólks á leið á hæstu tinda heimsins. Það bendi meðal annars til þess að um vant fjallafólk sé að ræða fyrir utan þá staðreynd að fáir aðrir ættu erindi á jökulinn á þessum tíma árs. Karen Ósk segist ekki hafa upplýsingar um ferðalag viðkomandi, hvort um sé að ræða gönguskíðaferð eða annað. Karen bindur vonir við að hægt verði að ná til þeirra sem eru í vanda eftir nokkrar klukkustundir.
Björgunarsveitir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira