Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Jón Kaldal segir kröfurnar til laxeldisfyrirtækja á Íslandi allt of litlar. vísir/vilhelm Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði. Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði.
Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira