Innlent

Fara ekki inn í bústaðinn í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa
Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang. 
Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang.  Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í húsi skammt frá Hafravatni fyrr í dag en búið var að slökkva eldinn á tíunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er ónýtur en slökkvilið telur ólíklegt að einhver hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er um að ræða sumarbústað sem er um 70 fermetrar að stærð við Lynghólsveg og Nesjavallaveg. 

Ekki liggur fyrir hvort einhver var inni í húsinu þegar eldur kom upp en að sögn vakthafandi varðstjóra var einhver frá bústaðnum fyrir utan og því ólíklegt að einhver væri inni. 

Slökkvistarf var enn í gangi skömmu eftir klukkan níu en þá var verið að slökkva í þeim glæðum sem eftir voru. Skömmu síðar tókst að slökkva allan eldinn og afhenti slökkvilið lögreglu bústaðinn. 

Þak hússins hefur sigið all verulega og því komust slökkviliðsmenn ekki inn til að athuga hvort einhver hafi verið þar inni þegar eldurinn kviknaði.

Lögregla mun vakta húsið í nótt og að sögn varðstjóra verður reynt að fara inn í húsið á morgun til að kanna hvort einhver hafi verið þar inni. 

Fréttastofa fékk ábendingu um að mögulega væru gæludýr föst inni en varðstjóri vissi ekki til þess.

Þar sem húsið var alelda þurfti slökkviliðið vinna að því að slökkva eldinn utan frá, enda ógerningur að komast þar inn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:55.

Húsið er alelda, eins og sjá má.Vísir/Vilhelm

Mikinn reyk lagði frá húsinu. Vísir/VilhelmAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.