Lífið samstarf

Heimildaþáttaröð um Janet Jackson

Stöð 2

Ný heimildarþáttaröð um goðsögnina Janet Jackson er komin inn á Stöð 2+. Janet þarf vart að kynna en hún er yngsti meðlimur Jackson fjölskyldunnar. Hún hefur heldur betur sett sitt mark á tónlistarsöguna og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Í þessari fjögurra þátta heimildamynd ræðir hún líf sitt í nánu viðtali og fer yfir æsku sína og glæstan ferilinn. Þættirnir eru teknir upp yfir þriggja ára tímabil og gefa áhorfendum nýja innsýn í líf Janet með áður óséðu myndefni úr hennar persónulega safni.

Ýmsir þekktir aðilar koma fram og segja frá sinni upplifun, meðal annars Samuel L. Jackson, Justin Timberlake og Whoopy Goldberg.

Gaman er að segja frá því að Whoopy Goldberg er ein af aðeins 16 manns í heiminum sem hefur náð þeim árangri að fá EGOT, sem þýðir að hún hefur unnið Emmy, Grammy, Oscar og Tony. Hugtakið EGOT á uppruna sinn í þáttunum 30 Rock þegar Tracy Jordan setur sér það markmið að vinna Emmy, Grammy, Oscar og Tony til að fá EGOT.

Hægt er að horfa á þættina JANET á Stöð 2+, en einnig er hægt að horfa þar á 30 Rock.

Tryggðu þér áskrift hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×