Nadal ætlar að nýta sér vel fjarveru Djokovic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2022 08:16 Rafael Nadal fagnar sigri í undanúrslitaleiknum í Melbourne í nótt. AP/Tertius Pickard Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn á Opna ástralska risamótinu í tennis og um leið einu skrefi nær því að vinna sinn 21. risatitil fyrstur allra. Nadal vann Ítalann Matteo Berrettini í undanúrslitaleik þeirra í nótt en settin fóru 6-3, 6-2, 3-6 og 6-3. HE'S BACK @RafaelNadal defeats Matteo Berrettini 6-3 6-2 3-6 6-3 to reach his 6th Australian Open Final! #AusOpen pic.twitter.com/EodXiqn14N— Tennis TV (@TennisTV) January 28, 2022 Nadal mætir Daniil Medvedev eða Stefanos Tsitsipas í úrslitaleiknum. Þeirra undanúrslitaleikur fer fram seinna í dag. Nadal, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur unnið tuttugu risatitla eins og þeir Novak Djokovic og Roger Federer. Hann er tíu árum eldri en Medvedev og tólf árum eldri en Tsitsipas. Djokovic hefur unnið þetta mót undanfarin þrjú ár en var vísað úr landi af áströlskum stjórnvöldum fyrir að mæta óbólusettur til landsins. "For me, it's all about the Australian Open." @RafaelNadal · #AusOpen · #AO2022 pic.twitter.com/FvpKnmUNay— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022 Nadal hefur aðeins unnið opna ástralska mótinu einu sinni en það er þrettán ár síðan. Frá sigri hans árið 2009 hefur Nadal komist fjórum sinnum í úrslitaleikinn á þessu móti en tapað í öll skiptin, síðast 2019 á móti umræddum Djokovic. Þetta verður 29. úrslitaleikur Spánverjans á risamóti. Hann hefur unnið þrettán af risatitlum sínum á Opna franska meistaramótinu. Nadal vann sinn fyrsta risatitil árið 2005, fyrir næstum því sautján árum síðan. Sá síðasti kom í hús árið 2020 þegar hann vann Opna franska. It's a sixth #AusOpen final for @RafaelNadal He outlasts Matteo Berrettini in a 6-3 6-2 3-6 6-3 thriller #AusOpen · #AO2022 : @wwos · @espn · @eurosport · @wowowtennis pic.twitter.com/UIbtfGbKvq— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022 Tennis Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira
Nadal vann Ítalann Matteo Berrettini í undanúrslitaleik þeirra í nótt en settin fóru 6-3, 6-2, 3-6 og 6-3. HE'S BACK @RafaelNadal defeats Matteo Berrettini 6-3 6-2 3-6 6-3 to reach his 6th Australian Open Final! #AusOpen pic.twitter.com/EodXiqn14N— Tennis TV (@TennisTV) January 28, 2022 Nadal mætir Daniil Medvedev eða Stefanos Tsitsipas í úrslitaleiknum. Þeirra undanúrslitaleikur fer fram seinna í dag. Nadal, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur unnið tuttugu risatitla eins og þeir Novak Djokovic og Roger Federer. Hann er tíu árum eldri en Medvedev og tólf árum eldri en Tsitsipas. Djokovic hefur unnið þetta mót undanfarin þrjú ár en var vísað úr landi af áströlskum stjórnvöldum fyrir að mæta óbólusettur til landsins. "For me, it's all about the Australian Open." @RafaelNadal · #AusOpen · #AO2022 pic.twitter.com/FvpKnmUNay— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022 Nadal hefur aðeins unnið opna ástralska mótinu einu sinni en það er þrettán ár síðan. Frá sigri hans árið 2009 hefur Nadal komist fjórum sinnum í úrslitaleikinn á þessu móti en tapað í öll skiptin, síðast 2019 á móti umræddum Djokovic. Þetta verður 29. úrslitaleikur Spánverjans á risamóti. Hann hefur unnið þrettán af risatitlum sínum á Opna franska meistaramótinu. Nadal vann sinn fyrsta risatitil árið 2005, fyrir næstum því sautján árum síðan. Sá síðasti kom í hús árið 2020 þegar hann vann Opna franska. It's a sixth #AusOpen final for @RafaelNadal He outlasts Matteo Berrettini in a 6-3 6-2 3-6 6-3 thriller #AusOpen · #AO2022 : @wwos · @espn · @eurosport · @wowowtennis pic.twitter.com/UIbtfGbKvq— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022
Tennis Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira